Whitney Houston verður verðlaunuð á Billboard-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Las Vegas á sunnudaginn. Söngkonan sáluga fær hin svokölluðu Millenium-heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins.
↧